Kviðslit (hernia)

Kviðslit og náravandamál eru mjög algeng í íþróttum, sérstaklega í fótbolta þar sem mjaðmagrindin verður fyrir miklu álagi þegar bolta er sparkað, sprettir teknir og snúið á miklum hraða. Það eru aðallega  tvær tegundir af kviðsliti sem knattspyrnumenn verða fyrir; Inguinal Hernia og Sports Hernia (Gilmore´s Groin).

Einkenni
Eftir æfingar og keppni er íþróttamaðurinn stífur og aumur í nárasvæðinu. Daginn eftir keppni á hann t.d.í erfiðleikum með að fara fram úr rúminu og eins inn og út úr bílnum. Þegar kviðslitið er á byrjunarstigi getur viðkomandi haldið áfram að æfa og keppa en einkennin versna yfirleitt smásaman og þvinga viðkomandi til að hætta að æfa.

Hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja kviðslit?
Gera styrktar- og stabiliserandi æfingar fyrir kvið- og bakvöðva . Með því verður viðkomandi betur undirbúinn að takast á við það álag sem verður á neðri kviðvöðva og mjaðmarvöðva við æfingar og keppni.

Hvað er til ráða ef um kviðslit er að ræða?
Allir sem eru með einkenni kviðslits ættu að leita til sérfræðings. Mjög erfitt getur verið að greina kviðslit og það er ekki óalgengt að það taki margar vikur eða jafnvel mánuði að fá rétta greiningu.

Hjá þeim einstaklingum sem eru með greinileg kviðslitseinkenni, þá getur sérfræðingurinn staðfest greininguna með almennri skoðun ásamt ómskoðun.
Í flestum tilfellum er hægt að halda áfram að spila fótbolta tímabundið, og gott er að nota sérstakar nárabuxur til að halda góðum hita á svæðinu. Hinsvegar versnar viðkomandi nánast alltaf með tímanum og endar með að fara í aðgerð. Miklar framfarir hafa orðið á kviðslitsaðgerðum síðustu 10 árin og þar með er endurhæfingin eftir slíkar aðgerðir aðeins nokkrar vikur.

Ætlað til fræðslu og upplýsingar

Allt efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar.

Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.

Sjúkraþjálfun AFL leggur áherslu á að ef notendur aflid.is eru í vafa um heilsufar sitt, skal leitað til læknis áður en gripið er til nokurrar meðferðar.

Efnið á aflid.is má ekki á nokkurn hátt nota sem grunn að slysa- eða skjúkdómsgreiningu né heldur við val á meðferð, nema í samráði við fagfólk.

Aflid.is ber ekki ábyrgð á neinu tjóni, sem kann að hljótast af notkun eða misnotkun þeirra upplýsinga sem þar er að finna eða tengdum svæðum.