Plankaæfingar

Forsíða » Fræðsla » Íþróttameiðsli » Kviður » Plankaæfingar

Plankaæfingar eru mjög góðar til að styrkja djúpa vöðva baks og kviðvöðva.

Haltu stöðunni eins og myndirnar sýna, gott er að byrja á að halda í 10-20 sekúndur og auka lengdina svo smám saman í 1 mínútu eða lengur eftir því sem þú kemst í betra form.

Æfing 1

Þungi á framhandlegg og jarka. Skipta svo um hlið. Hægt er að gera æfinguna erfiðari með því að lyfta efri fæti upp þannig að þunginn hvíli aðeins á neðri fætinum.

Æfing 2

Þungi á framhandleggi og tær. Hægt er að hafa þessa æfingu auðveldari í upphafi með því að vera með þungan á hnjám. Hægt er að gera æfinguna erfiðari með því að lyfta öðrum fæti upp þannig að þunginn hvíli aðeins á einum fæti.

Æfing 3

Þungi á framhandleggi og tær, bil á milli handa og fóta. Mjaðmir eru færðar hægt upp og niður.

Æfing 4

Þungi á tám og framhandleggir á bolta. Stöðunni haldið.

Æfing 5

Fætur á bolta og þungi settur á hendur. Stöðunni haldið. Hægt að gera æfinguna erfiðari með því að lyfta annari hönd upp í einu til skiptis.

Æfing 6

Þungi á iljum og lófum, stöðunni haldið. Hægt er að gera æfinguna erfiðari með því að lyfta öðrum fæti upp í einu.

Æfing 7

Þungi á iljum og olnbogum, stöðunni haldið. Hægt er að gera æfinguna erfiðari með því að lyfta öðrum fæti upp í einu.

 

Efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar. Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.