Íþróttasjúkraþjálfun

Forsíða » Þjónusta » Íþróttasjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfarar Afls hafa mikla reynslu af meðhöndlun íþróttameiðsla og forvörnum þeirra.

Flestir sjúkraþjálfara okkar hafa sérhæft sig í meðferð íþróttameiðsla og sótt mikið af námskeiðum þessu tengt bæði hérlendis og erlendis og fylgjast grannt með nýjungum á þessu sviði.

Íþróttaslys þarfnast skjótra úrræða og mikilvægt að hafa samband við sjúkraþjálfara sem fyrst til að fá rétta greiningu og viðeigandi meðferð.

Rétt meðhöndlun íþróttameiðsla frá byrjun er mjög mikilvæg og getur stytt fjarveru frá æfingum og keppni umtalsvert.

Ef þú ert með íþróttameiðsli þá getum við hjálpað þér með að greina meiðslin, sett í gang viðeigandi meðferð og aðstoðað þig með að stjórna endurhæfingunni.