Inguinal Hernia
Orsakir
Ef kviðveggurinn er of veikbyggður geta þarmarnir þrýstst í gegnum Inguinal göngin.
Inguinal göngin eru svæði milli kviðveggsins og innra læris. Þar sem Inguinal göngin fara í gegnum kviðvegginn myndast veikur staður í honum. Í þessum göngum liggur m.a. sáðrásin hjá karlmönnum og liðbönd fyrir legið hjá konum. Aukinn þrýstingur í þessum göngum getur valdið áreiti á taugar sem þar liggja sem geta valdið verkjum á nárasvæðinu.
Einkenni
Eftir æfingar og keppni er íþróttamaðurinn stífur og aumur í náranum. Daginn eftir keppni á hann t.d.í erfiðleikum með að fara fram úr rúminu og eins inn og út úr bílnum. Athafnir sem auka þrýsting í kviðarholinu eins og að hnerra, hósta og rembast valda sársauka.
Þegar kviðslit er á byrjunarstigi getur viðkomandi haldið áfram að æfa og keppa en einkennin versna yfirleitt smásaman og þvinga viðkomandi til að hætta að æfa.
Skoðun
Allir sem eru með einkenni kviðslits ættu að leita til sérfræðings. Mjög erfitt getur verið að greina kviðslit og það er ekki óalgengt að það taki margar vikur eða jafnvel mánuði að fá rétta greiningu.
Hjá þeim einstaklingum sem eru með greinileg kviðslitseinkenni og sjáanlega bólgu í náranum, þá getur sérfræðingurinn staðfest greininguna með almennri skoðun ásamt ómskoðun.
Meðferð
Í flestum tilfellum duga þessar æfingar íþróttamanninum aðeins tímabundið og hann endar því með að íhuga skurðaðgerð.
Eftir aðgerð tekur svo við sérhæfð endurhæfing hjá sjúkraþjálfara áður en viðkomandi getur hafið æfingar og keppni aftur.
Efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar. Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.