Barna- og unglingaþjálfun

Forsíða » Þjónusta » Barna- og unglingaþjálfun

Sjúkraþjálfun AFL býður upp á þjálfun fyrir börn og unglinga frá 0-16 ára aldurs.

Börn geta þurft að leita til sjúkraþjálfara af mörgum ástæðum eins og vegna seinkaðs hreyfiþroska, vegna hreyfihömlunar, eftir slys eða vegna stoðkerfisverkja.

Í fyrsta tíma ræðir sjúkraþjálfarinn við barnið og foreldra/forráðamenn um ástæðu komu til sjúkraþjálfara, þroska barnsins sem og styrkleika og veikleika þess. Að því loknu fer fram skoðun á líkamsstöðu og færni. Ef ástæða er til er hreyfiþroskapróf lagt fyrir barnið. Markmið eru sett í samráði við foreldra/forráðamenn og jafnvel barnið sjálft. Leitast er við að viðhalda eða bæta færni barnsins til að auka þátttöku í leik og starfi.

Samvinna við aðra svo sem leikskólakennara, kennara, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, stoðtækjafræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa og lækna er oft á tíðum nauðsynleg til að barnið fái heildræna nálgun á vandamál sín.