Þjónusta

Sjúkraþjálfun Afl leggur áherslu á góða og faglega þjónustu á sviði endurhæfingar og þjálfunar í rúmgóðri og vel búinni sjúkraþjálfunarstöð.

Hjá Sjúkraþjálfun Afl starfa nú 14 sjúkraþjálfarar sem flestir hafa áralanga starfsreynslu í faginu og hafa sérhæft sig á ýmsum sviðum.

Boðið er upp á alla almenna sjúkraþjálfun. Einstaklingar með stoðkerfisvandamál s.s. vandamál í hálsi, öxlum, baki, mjöðmum, hnjám og ökklum leita oft aðstoðar hjá sjúkraþjálfurum okkar. Sjúkraþjálfun AFL býður uppá m.a. eftirfarandi þjónustu:

Kvillar sem sjúkraþjálfarar meðhöndla

 • Vöðvaverkir og stirðleiki í hálsi og herðum
 • Óstöðugleiki í hálsi og mjóbaki
 • Höfuðverkir
 • Einkenni frá mjóbaki t.d. óstöðugleiki eða brjósklos
 • Einkenni frá brjóstbaki
 • Stoðkerfisvandamál tengd sjúkdómum og fötlun
 • Þjálfun eftir veikindi og aðgerðir
 • Meðhöndlun og þjálfun á meðgöngu
 • Þjálfun m.t.t. hreyfiþroska barna og unglinga
 • Meðhöndlun og forvarnir íþróttameiðsla
 • Endurhæfing og þjálfun í kjölfar slysa
 • Meðhöndlun og forvarnir atvinnutengdra stoðkerfisvandamála
 • Fræðsla um heilbrigðan lífsstíl
 • Meðhöndlun útlimaliða

Hvenær þarftu á sjúkraþjálfun að halda?

 • Vegna verkja í stoðkerfinu þ.e. vöðvum og liðum og vegna höfuðverkja.
 • Vegna stirðleika í stoðkerfinu þ.e. hreyfingum hryggjar -eða útlimaliða.
 • Vegna óstöðugleika í hálsi, hrygg eða útlimaliðum.
 • Vegna gigtareinkenna.
 • Vegna hryggskekkju.
 • Vegna beinþynningar.
 • Vegna ofþyngdar og ef líkamsástand er ekki gott.
 • Vegna jafnvægistruflana.
 • Vegna hjartasjúkdóma.
 • Vegna áverka eða slysa.
 • Vegna taugasjúkdóma.
 • Vegna stoðkerfissjúkdóma.

Meðhöndlun

 • Liðkandi meðferð, almenn og sérhæfð eftir þörfum
 • Stöðugleikaþjálfun, almenn og sérhæfð eftir þörfum
 • Sérhæfð liðameðferð (Manual Therapy)
 • Færnisþjálfun og önnur æfingameðferð
 • Vöðvateygjur, tog og liðlosun
 • Heitir bakstrar og kælimeðferð
 • Nuddmeðferð
 • Rafmagnsmeðferð, svo sem hljóðbylgjur og laser
 • Rebox, blandstraumur, stuttbylgjur og TNS
 • Slökunarmeðferð
 • Verkjameðferð s.s nálarstungur, rafmagnsmeðferð og kæling
 • Örvun á þroska barna m.t.t. eðlilegs hreyfiþroska barna