Algeng skíðameiðsli

Meiðsli á skíðum eru algengari en þú heldur. Vertu viss um að vera í góðri líkamlegri þjálfun áður en þú ferð í skíðaferð.

Mjög mikilvægt er að eiga/leigja skíðaútbúnað sem hentar þínu líkamsástandi, skíðagetu, kyni og aldri. Mjög mikið úrval er til af skíðavörum og því skal alltaf leita eftir aðstoð sérfræðinga ef þú ert í vafa um hvaða útbúnaður hentar þér.

Láttu yfirfara skíðabindingarnar og prófaðu þær sjálf/ur  með einföldu prófi. Hvort sem þú átt búnaðinn eða tekur hann á leigu þá skaltu alltaf athuga bindingarnar áður en þú rennir þér af stað. Komdu þér fyrir á skíðunum á jafnsléttu. Ef bindingarnar eru rétt stilltar áttu að geta snúið þig úr þeim hvort sem það er til hliðar eða upp. Ef að þú getur ekki losað þig þá eru bindingarnar og stíft stilltar og þarfnast lagfæringar.
Algengasta orsök hnémeiðsla eru of stífar bindingar. Bindingarnar á að stilla eftir kyni, aldri, þyngd, þjálfunarástandi og skíðareynslu (ekki þykjast vera betri en þú ert) .

Ætlað til fræðslu og upplýsingar

Allt efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar.

Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.

Sjúkraþjálfun AFL leggur áherslu á að ef notendur aflid.is eru í vafa um heilsufar sitt, skal leitað til læknis áður en gripið er til nokurrar meðferðar.

Efnið á aflid.is má ekki á nokkurn hátt nota sem grunn að slysa- eða skjúkdómsgreiningu né heldur við val á meðferð, nema í samráði við fagfólk.

Aflid.is ber ekki ábyrgð á neinu tjóni, sem kann að hljótast af notkun eða misnotkun þeirra upplýsinga sem þar er að finna eða tengdum svæðum.