Höfuð & hnakki

Forsíða » Fræðsla » Íþróttameiðsli » Höfuð & hnakki

Heilinn er vel varinn í höfuðkúpunni, umlukin mænuvökva sem dempar högg og jafnar þrýsting. Minniháttar höfuðhögg valda ekki varanlegu meini en þungt högg getur valdið beinum áverka á heila. Það fer eftir eðli og þyngd höggsins hversu mikill áverkinn er.

Hálshnykkur verður þegar höfuðið kastast fram, aftur eða til hliðar með tilheyrandi álagi á hálshrygginn. Hálshnykkur getur orðið með ýmsum hætti s.s. við fall eða íþróttaiðkun en oft verður hann við bílslys, sérstaklega aftaná keyrslu. Við aftaná keyrslu er algengt að svo kallaður „whiplash“ hnykkur eigi sér stað, en við höggið kastast höfuðið fyrst aftur (hyperextension) og svo fram (hyperflexion) á töluverðum hraða.

Ætlað til fræðslu og upplýsingar

Allt efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar.

Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.

Sjúkraþjálfun AFL leggur áherslu á að ef notendur aflid.is eru í vafa um heilsufar sitt, skal leitað til læknis áður en gripið er til nokurrar meðferðar.

Efnið á aflid.is má ekki á nokkurn hátt nota sem grunn að slysa- eða skjúkdómsgreiningu né heldur við val á meðferð, nema í samráði við fagfólk.

Aflid.is ber ekki ábyrgð á neinu tjóni, sem kann að hljótast af notkun eða misnotkun þeirra upplýsinga sem þar er að finna eða tengdum svæðum.