Skip to main content

Flestir vanmeta skaðsemi reykinga. Margir byrja að reykja á unglingsárum og þá virðast heilsufarsvandamál óravegu í burtu. En nikótín veldur ævilangri fíkn í tóbak. Um leið og þú byrjar að reykja ertu líklegri til að þurfa að kljást við ýmis minniháttar veikindi og að sjálfsögðu aukast mjög líkur þínar á alvarlegum sjúkdómum seinna á ævinni. Því yngri sem þú ert þegar þú byrjar að reykja og því fleiri sígarettur sem þú reykir, því meiri er áhættan.