Heimasjúkraþjálfun

Með heimameðferð er átt við nauðsynlega sjúkraþjálfunarmeðferð í heimahúsi fyrir sjúkratryggðan einstakling sem er þannig líkamlega á sig kominn að hann kemst ekki í meðferð á sjúkraþjálfunarstofu.

Sjúkraþjálfari sækir fyrirfram um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við heimasjúkraþjálfun.

Sjúklingur greiðir sama gjald fyrir heimasjúkraþjálfun og vegna sjúkraþjálfunar á stofu.

Sjúkratryggingum Íslands er þó heimilt að fella niður gjald sjúklings í heimasjúkraþjálfun ef um er að ræða mjög alvarlegt sjúkdómsástand. Dæmi eru krabbamein, Parkinsonssjúkdómur á lokastigi eða mjög alvarleg fötlun sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 721/2009 um þjálfun.

www.sjukra.is