Ökklameiðsli

Forsíða » Fræðsla » Íþróttameiðsli » Ökklameiðsli

Anatomia

Ökkli er dæmigerður hjöruliður myndaður af sköflungi (tibiae), dálki (fibula) og völubeini (talus) sem er hluti háristarbeina (ossa tarsi). Á liðnum hvílir mikil þungi. Ökklaliðurinn er styrktur af liðpoka sem umlykur liðinn.
Mörg og mikilvæg liðbönd veita ökklanum styrk, stuðning og stöðuleika. Hliðarstyrking er frá viftuformuðu liðbandi að innanverðu (ligamentum deltoideum) og þremur liðböndum að utanverðu (ligamentum talofibulare anterius, ligamentum calcaneofibulare og  ligamentum talofibulare posterius). Að framan er ökklinn styrktur af liðbandi (ligamentum tibiofibulare anterius) og að aftan einnig af liðbandi (ligamentum tibiofibulare posterius).

Ætlað til fræðslu og upplýsingar

Allt efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar.

Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.

Sjúkraþjálfun AFL leggur áherslu á að ef notendur aflid.is eru í vafa um heilsufar sitt, skal leitað til læknis áður en gripið er til nokurrar meðferðar.

Efnið á aflid.is má ekki á nokkurn hátt nota sem grunn að slysa- eða skjúkdómsgreiningu né heldur við val á meðferð, nema í samráði við fagfólk.

Aflid.is ber ekki ábyrgð á neinu tjóni, sem kann að hljótast af notkun eða misnotkun þeirra upplýsinga sem þar er að finna eða tengdum svæðum.