Stöðugleikaþjálfun fyrir ökkla
Líkurnar á ökklameiðslum er hægt að minnka um helming með því að gera jafnvægisæfingar og ef þú ert nú þegar búin að misstíga þig á ökkla þá er enn mikilvægara fyrir þig að framkvæma þessar æfingar.
Hér að neðan er listi yfir nokkrar jafnvægisæfingar sem verða erfiðari með hverju þrepinu. Gott er að tengja æfingarnar þeirri íþrótt sem þú stundar td. nota fótbolta eða handbolta við sumar æfingarnar osfv.
Stattu með bein hné þannig að þú notir aðallega ökklann til að halda jafnvæginu. Reyndu að hafa mjaðmir, hné og ökkla í beinni línu og nota sem minnst hendur og efri líkama til að hjálpa þér.
Fyrst þegar þú hefur náð fullri stjórn á æfingunum í einu þrepi skaltu færa þig upp í það næsta.
Æfingaprógrammið á að gera daglega, 10 mínútur í senn í 10-12 vikur. Einstaka æfingu á að framkvæma i 1 mínútu í senn og endurtaka 2-3 sinnum hverja æfingu.
Þrep II
(Framkvæmt á veltibretti eða öðru sambærilegu)
1. Staðið á öðrum fæti, haldið jafnvægi
2. Staðið á öðrum fæti, kreppa/rétta ökkla
3. Staðið á öðrum fæti, hnébeygjur
4. Staðið á öðrum fæti, farið uppí jafnvægi lágri stöðu
5. Staðið á öðrum fæti, hinn fóturinn færður fram og aftur, út og að
Þrep III
(Framkvæmt á veltibretti eða öðru sambærilegu)
1. Staðið á öðrum fæti, bolta snúið í kringum sig
2. Staðið á öðrum fæti, bolta snúið í kringum þann fót sem staðið er á
3. Staðið á öðrum fæti, rekja bolta með hægri/vinstri hendi
4. Staðið á öðrum fæti, kasta/grípa bolta með ýmsum afbrigðum t.d. klappa einu sinni o.s.frv.
Þrep IV
2. Staðið á öðrum fæti á gólfi, með lokuð augun, hnébeygjur
3. Staðið á öðrum fæti á gólfi, með lokuð augun, farið uppá tær og hæla
Þrep V
(Framkvæmt á veltibretti eða öðru sambærilegu)
2. Staðið á öðrum fæti, með lokuð augun, hnébeygja
3. Staðið á öðrum fæti á gólfi, með lokuð augun, farið uppá tær og hæla
Efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar. Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.