Skip to main content

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem tryggir fólki endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara þrátt fyrir að þeir starfi án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Reglugerðin tekur til þjónustu sem veitt er á tímabilinu 7. febrúar sl. til 1. maí, að því er fram kemur í tilkynningu. 
Reglugerðin fjallar um þjónustu sjúkraþjálfara sem reka eigin starfsstofur utan sjúkrahúss við einstaklinga sem eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum. 
Forsenda fyrir endurgreiðslu sjúkratrygginga vegna þjálfunar er að fyrir liggi skrifleg beiðni frá lækni þar sem sjúkdómsgreining kemur fram. Þó er heimilt að víkja frá kröfu um skriflega beiðni læknis vegna bráðameðferðar sem nemur allt að sex skiptum á einu ári.
Sjúkratryggður sem þarf á þjálfun að halda samkvæmt mati á rétt á allt að 20 skiptum í meðferð á ári en í reglugerðinni er kveðið á um heimildir til að fjölga þeim að tilteknum skilyrðum uppfylltum.
Tekið af vef http://www.velferdarraduneyti.is/ þ.12.02.2014