Skip to main content


Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun fyrir alla sjúkratryggða einstaklinga á Íslandi. Einstaklingur sem þarf á sjúkraþjálfun að halda ber hluta af kostnaði sjálfur (sjá gjaldskrá). Eftir atvikum er hægt að fá hluta þess kostnaðar sem fellur á einstaklinginn endurgreiddan hjá stéttarfélögum, tryggingafélögum eða öðrum aðilum.
Sjúkraþjálfunin Afl sér um að innheimta hlut Sjúkratrygginga Íslands

Stéttarfélög

Öll helstu stéttarfélög, VR, BHM, Efling, SFR, KÍ, Samiðn, Verkstjórafélagið og fleiri, taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun.  Einstaklingur þarf að greiða fyrir sjúkraþjálfunina  en getur síðan farið með reikninginn til stéttarfélagsins og fengið hluta hans endurgreiddan. Sum stéttarfélög vilja fá afrit af læknabeiðninni með reikningum. 
Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi!

Tryggingafélög

Ef fólk verður fyrir slysi ber tryggingafélögum eftir atvikum að greiða allan útlagðan kostnað einstaklingsins vegna sjúkraþjálfunar.  Bílslys eru að fullu bætt og mörg frístundaslys ef fólk er með heimilistryggingu.
Kannaðu málið hjá þínu tryggingafélagi!

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ)

Þeir sem verða fyrir íþróttaslysum hjá íþróttafélagi sem heyrir undir ÍSÍ og eru undir leiðsögn þjálfara eiga rétt á 80% endurgreiðslu kostnaðar við sjúkraþjálfun.  Fylla þarf út tilkynningu, fá afrit af læknabeiðni og fara með reikninginn til ÍSÍ.

Sjúkratryggingar Íslands

Vinnuslys eru greidd að fullu af Sjúkratryggingum Íslands ef þau hafa verið tilkynnt af atvinnurekanda til Vinnueftirlits ríkisins og Sjúkratryggina Íslands.

Sjúklingar sem orðið hafa fyrir miklum útgjöldum vegna læknishjálpar, lyfja, sjúkra-, iðju- og talþjálfunar geta átt rétt á endurgreiðslu kostnaðar að hluta hjá Sjúkratryggingum Íslands.  
Nánari upplýsingar eru að finna á: www.tr.is:80/heilsa-og-sjukdomar/endurgreidslur/