Bakmeiðsli
Hryggsúlan
Hryggsúlan er samsett úr 26 kassalöguðum beinum sem nefnast hryggjaliðir. Hryggjaliðirnir haldast saman m.a. vegna lögunar smábeinanna, vegna liðbanda og brjóskþófa sem og kvið- og bakvöðva. Hryggjarliðirnir mynda súlu sem umlykur og ver mænuna og eru með í að halda efri hluta líkaman uppréttum.
Á milli hryggjarliðanna ganga taugar út úr mænunni og í þeim eru taugaþræðir sem sjá um hreyfingar vissra vöðva, skyntaugar sem flytja boð um snertingu, hita og sársauka frá ákveðnum húðsvæðum og innri líffærum. Þar að auki eru taugaþræðir sem tilheyra ósjálfráða taugakerfinu sem flytja m.a. boð til æða og kirtla.
Bakverkir eru mjög algengt vandamál. Rannsóknir sýna að 75% fólks fær bakverki einhvern tíma á ævinni en í flestum tilfellum eru þessir verkir tiltölulega meinlausir..
Ætlað til fræðslu og upplýsingar
Allt efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar.
Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.
Sjúkraþjálfun AFL leggur áherslu á að ef notendur aflid.is eru í vafa um heilsufar sitt, skal leitað til læknis áður en gripið er til nokurrar meðferðar.
Efnið á aflid.is má ekki á nokkurn hátt nota sem grunn að slysa- eða skjúkdómsgreiningu né heldur við val á meðferð, nema í samráði við fagfólk.
Aflid.is ber ekki ábyrgð á neinu tjóni, sem kann að hljótast af notkun eða misnotkun þeirra upplýsinga sem þar er að finna eða tengdum svæðum.