Skip to main content

Alexandra Guttormsdóttir sjúkraþjálfari á AFli ásamt Hönnu Marteinsdóttur og Hafdísi Ólafsdóttur eru í forsvari fyrir faghóp um sjúkraþjálfun barna veturinn 2014-2015.
Markmið hópsins er að efla fagmennsku sjúkraþjálfara sem vinna með börn og bæta þjónustu við börn sem þurfa á fjölþættri þjálfun að halda. Leitast er við að bæta samvinnu sjúkraþjálfara og að efla samstarf sjúkraþjálfara og annarra fagstétta. Faghópurinn stuðlar að leiðum til heildrænnar meðferðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra í samstarfi við forráðamenn, aðrar fagstéttir og yfirvöld.
Faghópurinn skipuleggur fræðslufundi og heldur námskeið. Fræðslufundir eru að jafnaði 4-5 á tímabilinu september til maí.