Skip to main content

Lewy body heilabilun er meðal þeirra heilabilunarsjúkdóma sem auk þess að hafa í för með sér ýmis einkenni heilabilunar, geta einnig komið fram sem hreyfitruflanir sambærilegar þeim sem fólk með Parkinsonssjúkdóminn fá. Annað sem einkennir Lewy body eru sjónrænar ofskynjanir, skiftandi athygli, ruglástand með ranghugmyndum, byltur og fleira. Óþol fyrir geðlyfjum er einkennandi.

Sjúkdómurinn er nefndur eftir þýskum lækni, Frederick Lewy, sem fyrstur lýsti þeim sérstöku breytingum sem verða á heilafrumunum við þennan sjúkdóm. Skiptar skoðanir eru um algengni Lewy sjúkdómsins, en líklega er hann algengari en talið er. Það getur verið flókið að greina sjúkdóminn, einkennin geta bæði vísað til Alzheimerssjúkdómsins og Parkinsonssjúkdómsins og því líður oft langur tími þar til  endanleg sjúkdómsgreining liggur fyrir. Orsök sjúkdómsins er óþekkt og ekki er talið að hann sé arfgengur. Með hækkandi aldri aukast líkurnar á því að veikjast. Því miður hefur ekki verið fundin lækning við Lewy body.

sjá nánar á www.alzheimer.is