Skip to main content

Konur sem vilja halda þyngd sinni í skefjum þurfa að æfa í eina klukkstund á dag.

Konur sem vilja halda þyngd sinni í skefjum án þess að halda í við sig í mat þurfa að hafa meira fyrir því en áður var talið. Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var í nýjasta hefti  Journal of American Medical Association. Rannsakendur fylgdust með 34.079 konum á miðjum aldri, meðalaldur 54 ár í upphafi , yfir 13 ára tímabil.

Það voru einungis þær konur sem æfðu sig í eina klukkustund á dag í meðal ákefð sem bættu ekki á sig kílóum í þessari rannsókn. Dæmi um hreyfingu í meðal ákefð er: fjallgöngur, sund,  skokk, dans, jóga og tennis.  Dugði ekki til að æfa í 30 mínútur daglega þó að það séu viðmiðin hvað lýðheilsu varðar. http://www.lydheilsustod.is/fraedsla/fraedsluefni/hreyfing/nr/2358#Grunnradleggingar_(textinn_a_myndunum):

Það skal tekið fram að þessar niðurstöður eiga einungis við um þær konur sem eru með BMI (Body Mass Index) undir 25. Einnig er það ekki  ljóst hversu mikið  yngri konur þurfa að hreyfa sig til að bæta ekki á sig þyngd.

Þó að það hljómi mikið að æfa í eina klukkustund á dag þarf það ekki að vera óyfirstíganlegt. Til dæmis er hægt að fara í tvo 30 mínútna göngutúra daglega, ganga í vinnuna eða fara upp og niður stiga í stað þess að taka lyftuna.

Fyrir þá sem eru ekki hrifnir af hreyfingu en vilja halda þyngd sinni þá er til önnur lausn, borða minna!