Skip to main content


Níu af fremstu íþróttasálfræðingum Evrópu koma til landsins og halda ráðstefnu um íþróttasálfræði og afreksíþróttir í samstarfi við ÍSÍ og Háskólann í Reykjavík miðvikudaginn 30. júní.

Ráðstefnugjald er 12.000 kr. Veittur er 50% afsláttur fyrir nemendur (láta vita hjá hvaða skóla).
Skráning fer fram á skraning@ru.is.

Einkunnarorð ráðstefnunnar er hagnýting.
Þátttakendur munu læra hagnýta hluti til að auka færni sína í aðkomu að afreksíþróttamönnum.
Efni ráðstefnunnar er mjög fjölbreytt og leitast er við að það eigi erindi við alla þá sem koma að afreksíþróttastarfi svo sem þjálfara, afreksíþróttamenn, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, lækna, íþróttafræðinga, stjórnendur í íþróttahreyfingunni og dómara.

Sjá nánar hér