Skip to main content

Samkomulag hefur náðst milli Félags sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um að fela gerðardómi að úrskurða um lagalega óvissu um gildistíma rammasamnings.

Það felur í sér að FS fellst á að starfað verði eftir samningnum á meðan á gerðardómsmeðferð stendur. Þetta þýðir að frá og með morgundeginum eru sjúkraþjálfarar aftur á tímabundnum samningi með eðlilegum rafrænum samskiptum við SÍ.