Höfuðhögg

Heilinn er vel varinn í höfuðkúpunni, umlukin mænuvökva sem dempar högg og jafnar þrýsting. Minniháttar höfuðhögg valda ekki varanlegu meini en þungt högg getur valdið beinum áverka á heila. Það fer eftir eðli og þyngd höggsins hversu mikill áverkinn er.

Heilahristingur

Það kallast heilahristingur þegar meðvitundarleysi í nokkrar sekúndur eða mínútur verður í kjölfar höfuðhöggs.
Fyrsta stigs heilahristingur er mildur. Einstaklingurinn missir ekki meðvitund en gæti virst dasaður. Annars stigs heilahristingur er svolítið alvarlegri. Einstaklingurinn missir ekki meðvitund en er ruglaðir um skeið og man ekki eftir því sem gerðist. Þriðja stigs heilahristingur er alvarlegastur. Einstaklingurinn missir meðvitund í stuttan tíma og man ekki hvað hefur gerst
Viðkomandi vaknar stundum óskýr eða ruglaður og gjarnan ber á ógleði, uppköstum, svima, höfuðverk,þreytu og slappleika, sem geta varað frá nokkrum klukkustundum til nokkurra sólarhringa eða jafnvel lengur. Ef einkenni eru alvarleg, getur þurft að leggja hinn slasaða inn á sjúkrahús, þar sem tekin er sneiðmynd af höfði til að kanna hvort um frekari áverka er að ræða.

Höfuðkúpubrot

Við höfuðhögg getur myndast sprunga í höfuðkúpu án sérstakra einkenna. Algengara er þó að sprungu á höfðukúpu fylgi heilahristingseinkenni sem hverfa oftast á nokkrum sólarhringum. Ef um alvarleg höfuðkúpubrot og heilaáverka er að ræða eru einkennin oftast meiri og þarf þá að leggja hinn slasaða inn á sjúkrahús. Höfuðkúpubrot grær á 2-4 vikum.
Hverju þarf að fylgjast með?
Ef einhver þessara einkenna koma fram eftir höfuðhögg, þarf að hafa samband við slysa- og bráðadeild:
Höfuðverkur
Ógleði
Uppköst
Slappleiki
Djúpur svefn þannig að erfitt er að vekja einstaklinginn
Rugl
Einstaklingur er ekki áttaður á stað og stund
Minnisleysi
Sjóntruflanir
Þunglamalegar hreyfingar
Tær eða blóðugur vökvi lekur úr eyrum eða nefi
Misvíð sjáöldur
Meðvitundarleysi
Krampaflog

lækna eða annars fagfólks.

Eftirlit heima

Eftir höfuðhögg eru flestir þreyttir og syfjaðir. Eðlilegt er að leyfa hinum slasaða að sofa en til að geta metið meðvitundarástand hans er nauðsynlegt að vekja hann á klukkutíma fresti til að byrja með en síðan á 2-3 stunda fresti eða samkvæmt leiðbeiningum frá lækni.
Ekki er æskilegt að reyna mikið á sig fyrstu sólarhringana á eftir, þar sem að áreynsla getur aukið á einkennin.
Gott er að neyta léttrar fæður og drekka vökva í hófi fyrstu 1-2 dagana eftir slys.
Mikilvægt er að neyta ekki róandi lyfja eða áfengis í að minnsta kosti 48 stundir eftir slys.
Verkjalyf, sem hægt er að kaupa án lyfseðils í lyfjabúðum má taka við höfuðverk, í ráðlögðum skömmtum.
Ef einkenni eftir höfuðhögg fara versnandi er mikilvægt að hafa samband við lækni án tafar.
(unnið úr bæklingi um höfðuhögg frá Landspítalanum www.lsh.is)
Efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar. Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.