Axlarmeiðsli

Forsíða » Fræðsla » Íþróttameiðsli » Axlarmeiðsli

Axlarmeiðsli

Axlarliður er kúluliður og er myndaður af efri hluta upphandleggsbeins (caput humeri) og liðfleti á herðablaðinu (cavitas glenoidalis). Meðfram liðfletinum á herðablaðinu er trefjabrjóskbrún sem kallast liðskálarbryggja (labrum glenoidale).
Þetta er hreyfanlegasti liður líkamans,með lítið af liðböndum, þar sem að þau myndu minnka hreyfigetuna.
Liðnum er haldið stöðugum með liðpoka, nokkrum liðböndum og axlarvöðvum (rotator cuff).

Viðbeinið (clavicle) myndar liðamót með brjóstbeininu annars vegar og axlarhyrnu (acromion) á herðablaðinu hins vegar. Á viðbeinið festast bæði vöðvar tengdir axlargrindinni og brjóstvöðvar. Hlutverk viðbeinsins er að tengja axlargrindina við líkamann og taka þátt í hreyfingum í axlarliðnum ásamt herðablaðinu og höfðinu á upphandleggnum.

Ætlað til fræðslu og upplýsingar

Allt efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar.

Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.

Sjúkraþjálfun AFL leggur áherslu á að ef notendur aflid.is eru í vafa um heilsufar sitt, skal leitað til læknis áður en gripið er til nokurrar meðferðar.

Efnið á aflid.is má ekki á nokkurn hátt nota sem grunn að slysa- eða skjúkdómsgreiningu né heldur við val á meðferð, nema í samráði við fagfólk.

Aflid.is ber ekki ábyrgð á neinu tjóni, sem kann að hljótast af notkun eða misnotkun þeirra upplýsinga sem þar er að finna eða tengdum svæðum.