Skip to main content

Í dag er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar. Sjúkraþjálfarar eru sérhæfðir í greiningu á stoðkerfisvanda, endurhæfingu, þjálfun og forvörnum. Þeir greina hreyfivanda og annan vanda sem aftrar fólki frá því að vera virkt og sjálfstætt. Þeir finna leiðir fyrir fólk til aukinnar þátttöku með meðferð, þjálfun og hvatningu.

Um 600 sjúkraþjálfarar starfa á sjúkra- og endurhæfingarstofnunum, hjúkrunarheimilum, á einkareknum starfsstofum sjúkraþjálfara og hjá íþróttafélögum.

Við erum stolt af því að vera hluti af þessum hópi

Starfsfólk Sjúkraþjálfunar AFL