Aukinn vökvi í hné
Forsíða » Fræðsla » Íþróttameiðsli » Hné »
Einkenni
Vökvi og bólga í liðnum. Verkir í hné við hreyfingar og erfiðleikar við að beygja hnéð.
Bráðameðferð
Mikilvægt er að þekkja rétt viðbrögð við íþróttameiðslum (RICE meðferðin).
Skoðun
Ef vökvasöfnun er í liðum skal ávallt leita til læknis. Almenn læknisskoðun er yfirleitt nægileg til að greina hvað sé að, en ef einhver vafi er um frekari áverka, s.s. á liðböndum eða liðþófum skal senda viðkomandi í frekari myndgreiningu.
Meðferð
Minnka allt álag strax. Ef bólgan hverfur ekki við hvíld er hægt að gefa bólgueyðandi lyf eða tappa vökvanum af og sprauta bólgueyðandi steralyfi inn í liðinn.
Ef viðkomandi jafnar sig ekki hægt og rólega ber að leita aftur til læknis til að fá úr því skorið hvort greining í upphafi hafi verið rétt eða hvort einhver önnur vandamál séu að trufla batann.
Ef viðkomandi jafnar sig ekki hægt og rólega ber að leita aftur til læknis til að fá úr því skorið hvort greining í upphafi hafi verið rétt eða hvort einhver önnur vandamál séu að trufla batann.