Slitgigt í hné (Osteoarthritis genu)

Forsíða » Fræðsla » Íþróttameiðsli » Hné » Slitgigt í hné

Orsakir

Síendurtekið álag á hné getur valdið skemmdum í brjóski og síðar beini þar undir og slitgigt myndast. Slitgigt eða slitbreytingar geta valdið bólgu í liðpoka hnéliðs (synovitis) sem aftur getur valdið bólgu, hreyfiskerðingu og verkjum í hnélið. Slitgigt í hné myndast oft í kjölfarið á rifnum liðþófa (torn meniscus) þar sem viðkomandi hefur farið í aðgerð og hluti liþófans er fjarlægður, eins ef golfarinn hefur orðið fyrir krossbandameiðslum. Báðir þessir áverkar geta aukið líkur á slitgigt síðar meir. Meðfæddir gallar og skekkjur í stoðkerfinu geta einnig valdið slitgigt.

Einkenni

Verkir í hnélið við hreyfingu og álag. Oft eru verkirnir verstir þegar einstaklingur er að koma sér af stað, svo skána þeir þegar hann hitnar en versna svo aftur þegar álag eykst.
Í sumum tilfellum sést bólga í liðnum (synovitis) og ef bólgan er mjög mikil þá getur myndast vökvafylltur slýmpoki í hnésbót (Bakercysta).
Ef einkenni hafa verið lengi án meðhöndlunar er hætta á vöðvarýrnun í læri sem aftur getur valdið frekari óþægindum fyrir einstaklinginn ef ekkert er að gert.

Bráðameðferð

Mikilvægt er að þekkja rétt viðbrögð við íþróttameiðslum (RICE meðferðin).

Skoðun

Venjuleg læknisskoðun er yfirleitt nægileg til að greina ástandið. Röntgenmyndataka er stundum notuð til að staðfesta greininguna.

Meðferð

Nauðsynlegt er að minnka álag á hnéð þar til bólga er horfin úr liðnum. Þegar bólgan er farin getur endurhæfing hafist sem fellst aðallega í því að styrkja vöðvana og viðhalda hreyfiferlum í hnénu.
Meðferð sjúkdómsins er margþætt. Hægt er að draga úr einkennum með lyfjameðferð, hjálpartækjum og sjúkraþjálfun. Auk þess hafa skurðaðgerðir gjörbreytt horfum sjúklinga með slæma slitgigt í mjöðmum, hnjám og öxlum, en gerviliðaaðgerðir á þessum liðum eru nú algengar.