Chondromalacia patellae

Forsíða » Fræðsla » Íþróttameiðsli » Hné » Chondromalacia patellae

Orsakir

Brjóskskemmdir (slitbreytingar) undir hnéskelinni koma oft í kjölfar þess að viðkomandi dettur beint á hnéð og einnig við síendurtekið ofálag. Í mörgum tilfellum er ekki vitað um ástæðu þess að brjóskskemmdirnar myndast. Minnkaður vöðvastyrkur í lærvöðvum ásamt útsnúningi (pronation) á fæti eru einnig líklegir orsakavaldar.

Einkenni

Verkir í liðnum við hreyfingar sérstaklega við að beygja hnéð, t.d. við tröppugang. Stífleiki í hné eftir langar setur og bólga (synovitis) myndast af og til í hnénu. Tilfinningin getur verið eins og það sé sandpappír undir hnéskelinni.

Bráðameðferð

Mikilvægt er að þekkja rétt viðbrögð við íþróttameiðslum – RICE meðferðin.

Skoðun

Skoðun hjá lækni eða sjúkraþjálfara er yfirleitt nægileg til að greina meiðslin. Einkenni eru verkir þegar hnéskelinni er þrýst niður á lærbænið og er tilfinningin er eins og að sandpappír sé undir hnéskelinni. Ef vafi liggur á greiningunni er hægt að senda viðkomandi í frekari myndgreiningu og jafnvel í speglunaraðgerð.

Meðferð

Meðferð fellst í því að minnka álag á hnéð og sleppa því að framkvæma þær hreyfingar sem valda verkjum þar til óþægindin fara minnkandi. Þegar einkenni hafa minnkað er hægt að hefja endurhæfingu sem aðallega snýst um að styrkja lærvöðva og auka stöðuleika hnéliðs. Í dag er engin meðferð sem getur „endurnýjað“ brjóskið undir hnéskelinni og því er mjög mikilvægt að stykja vöðva í kringum hnélið til að fyrirbyggja frekari skemmdir.

Sumum finnst gott að nota sérstaka hnéhlíf sem þrýstir hnéskelinni aðeins til hliðar. Sjúkraþjálfarar geta einnig sett á sérstaka hnéteipingu sem eykur stöðugleika í hné og minnkar þannig verki.

Mörgum gagnast að fara í göngu- eða hlaupagreiningu, vera í skóm með góðri dempun og jafnvel nota sérstök innlegg, ef þörf er á, til að minnka álag á hné.

 

Efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar. Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.