Aukinn vökvi í hné

Forsíða » Fræðsla » Íþróttameiðsli » Hné » Vökvi í hnélið

Orsakir

Við áverka á hné getur myndast bólga í liðpokanum (synovialis) sem umlikur liðinn. Liðpokinn verður þykkari og myndar vökva með þeim afleiðingum að liðurinn bólgnar upp. Þessi meiðsli verða t.d. í lok golfsveiflunnar þegar miklir snúningskraftar verka á framanverðan hnéliðinn.

Einkenni

Vökvi og bólga í liðnum. Verkir í hné við hreyfingar og erfiðleikar við að beygja hnéð.

Bráðameðferð

Mikilvægt er að þekkja rétt viðbrögð við íþróttameiðslum (RICE meðferðin).

Skoðun

Ef vökvasöfnun er í liðum skal ávallt leita til læknis. Almenn læknisskoðun er yfirleitt nægileg til að greina hvað sé að, en ef einhver vafi er um frekari áverka, s.s. á liðböndum eða liðþófum skal senda viðkomandi í frekari myndgreiningu.

Meðferð

Minnka allt álag strax. Ef bólgan hverfur ekki við hvíld er hægt að gefa bólgueyðandi lyf eða tappa vökvanum af og sprauta bólgueyðandi steralyfi inn í liðinn.
Ef viðkomandi jafnar sig ekki hægt og rólega ber að leita aftur til læknis til að fá úr því skorið hvort greining í upphafi hafi verið rétt eða hvort einhver önnur vandamál séu að trufla batann.