Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) boðar til málþings laugardaginn 1. nóvember
í Hátúni 10, 9. hæð (vesturturni).
Ungt fólk með fötlun er sérstaklega hvatt til að mæta.
Málþingið er frítt og öllum opið en mikilvægt að skrá þátttöku (sjá neðst í skjali). Boðið verður upp á pizzu í hádeginu.
Umfjöllun málþingsins eru hugrenningar fólks með fötlun til barneigna og fjölskyldumyndunar.
Dagskrá:
10:00-10:10 Setning.Halldór Sævar Guðbergsson,formaður ÖBÍ, setur málþingið
10:10-10:40 ?Hver fjölskylda skiptir máli, foreldrar með fötlun.?
Eva Þórdís Ebenezersdóttir segir frá ráðstefnu sem hún sótti til London í sumar.
10:40-11:10 Þjónusta mæðraverndar og fæðingardeildar við verðandi foreldra með fötlun á Íslandi.
Guðrún G. Eggertsdóttir, ljósmóðir fæðingardeild LSH
Jóna D. Kristinsdóttir, ljósmóðir mæðravernd
11:10-11:40 Góður stuðningur gerir gæfumuninn.
Hanna Björg Sigurjónsdóttir, lektor í fötlunarfræði.
11:40-12:00 Fyrirspurnir úr sal.
12:00-13:00 Matarhlé.
13:00-14:30 Reynsla og væntingar fólks með fötlun af foreldrahlutverkinu.
Edda Bergmann
Bergvin Oddsson
María Hreiðarsdóttir
Steinunn Þóra Árnadóttir
14:30-15:00 Kaffi.
15:00-16:00 Pallborðsumræður.
Er stuðningur við væntanlega foreldra með fötlun nægur hér á landi?
Hanna Björg Sigurjónsdóttir
Steinunn Þóra Árnadóttir
Eva Þórdís Ebenezersdóttir
Mikilvægt er að fólk skrái sig svo hægt sé að áætla magn veitinga.
Vinsamlega takið fram við skráningu ef þörf er á táknmálstúlki.
Skráning er á skrifstofu ÖBÍ í síma 530 6700 og á netfangið thorny@obi.is til og með 30. október.