Í tilefni af eineltisdeginum 8. nóvember vill Vinnueftirlitið og Sjúkraþjálfun AFL vekja athygli á þýðingu þess að eiga
JÁKVÆÐ SAMSKIPTI 🙂
Á góðum vinnustað er lögð áhersla á góð samskipti. Þar ríkir umburðarlyndi og virðing borin fyrir mismunandi lífsskoðunum og ólíkum uppruna. Það er verkefni allra á vinnustað að skapa góðan starfsanda- öllum til góðs. Góður stjórnandi er góð fyrirmynd.
Á meðfylgjandi vefslóð Vinnueftirlitsins er veggspjaldið 10 ráð til að vinna gegn einelti á vinnustað; http://www.vinnueftirlit.is/vinnueftirlit/upload/files/fraedsluefni/einelti/einelti_veggspjald_2011.pdf.
Prentið út og hengið upp!