Höfuðverkur / Mígreni
Höfuðverkur
Spennuhöfuðverkur
Spennuhöfuðverkur er algengur kvilli bæði hjá ungu fólki og fullorðnum. Spenna í vöðvum, herðum, hálsi og hnakka geta valdið mismiklum einkennum eða sársauka. Verkirnir eru yfirleitt stöðugir en geta versnað eftir því sem líður á daginn. Verkirnir eru sjaldan það slæmir að þeir trufli svefn. Verkirnir lagast oft við hreyfingu eða slökun. Spennuhöfuðverkur getur komið fram á mismunandi stöðum í höfðinu, sumir finna verki í öllu höfðinu en aðrir á einangruðum stöðum. Ein helsta ástæða þess að einstaklingar fá spennuhöfuðverk er röng líkams- eða vinnustaða, hálshnykkur eftir bílslys, slitbreytingar í hálshrygg eða stífleiki í hálsi eða herðum.
Mígreni
Efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar. Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.