Skip to main content

Sjúkraþjálfarar hjá Afli sjúkraþjálfun hafa áralanga reynslu af meðhöndlun
hlaupatengdra meiðsla og leggja áherslu á að greina rót vandans svo koma
megi í veg fyrir endurtekin meiðsli. Rúnar Marinó Ragnarsson sjúkraþjálfari
segir varasamt að auka bæði vegalengdir og hraða á sama tíma og að góð
regla sé að auka vegalengdir ekki um meira en tíu prósent á milli vikna.

Ein helsta ástæða endurtekinna meiðsla hjá hlaupurum er sú að þeir hefja æfingar of snemma eftir meiðsli og auka bæði vegalengdir og hraða af of miklum ákafa,“ segir Rúnar Marinó Ragnarsson, sjúkraþjálfari hjá Afli sjúkraþjálfun.

 „Það getur líka gerst að upphafleg greining sjúkraþjálfarans hafi verið röng og þá þarf að greina vandamálið upp á nýtt. Það er ekki nóg að meðhöndla aðeins einkennin heldur þarf að ráðast að rótum vandans,“ segir hann.

Afl er staðsett í Borgartúni 6 í Reykjavík og hafa sjúkraþjálfarar þess frá árinu 1999 meðhöndlað meiðsli hlaupara. Auk Rúnars hefur sjúkraþjálfarinn Inga Hrund Kjartansdóttir sérhæft sig í meðhöndlun á meiðslum hlaupara. Þau eru bæði hlauparar og hafa sinnt fjölda hlaupara í gegnum tíðina og þannig öðlast dýrmæta reynslu af greiningu og með-höndlun hlaupatengdra meiðsla.

 „Algengustu meiðsli íslenskra hlaupara eru hlauparahnéhásinabólgur, verkir aftan í læriiljarfells– og beinhimnubólgur,“ segir Rúnar. Eldri meiðsli, röng líkamsbeiting við hlaup, rangur hlaupastíll, skortur á vöðvastyrk og/eða liðleika og rangur skóbúnaður eru helstu áhættuþættir hlaupatengdra meiðsla að sögn Rúnars. Þá séu einnig algeng mistök hjá hlaupurum að auka vegalengdir á sama tíma og hraðinn er aukinn. Slíkt geti aukið líkur á meiðslum og verkjum við hlaup.

 „Góð þumalputtaregla er að auka ekki hlaupamagn um meira en tíu prósent á milli vikna og alls ekki að auka magn og hraða á sama tíma. Best er að skipta æfingaáætluninni upp í tímabil þar sem unnið er í að auka vegalengdir á einu tímabili og síðan farið í að auka hraða á því næsta. Með þannig uppsettri æfingaáætlun eru minni líkur á verkjum og meiðslum,“ segir Rúnar.


Auk þess að greina hvaða meiðsli hrjá hlaupara leggja sjúkraþjálfarar Afls mikið upp úr því að greina hvað veldur meiðslunum svo koma megi í veg fyrir að þau endurtaki sig þegar hlauparinn hefur æfingar að nýju.
„Greiningin felst meðal annars í því að skoða hvaða hlaupaskó viðkomandi notar og hvernig þeir slitna, ásamt því að greina líkamsstöðu, meta vöðvastyrk og liðleika og skoða æfingaáætlun hlauparans. Ef grunur leikur á að hlauparinn beiti sér á rangan hátt við hlaup framkvæmum við hlaupagreiningu, en þá er tekið myndband af hlauparanum, bæði aftan frá og frá hlið á meðan hann hleypur á hlaupabretti,“ segir Rúnar.

Við greininguna er horft til líkamsstöðu hlauparans, samspils liðhreyfinga í öllum líkamanum og hvernig niðurstigi og fráspyrnu hlauparans er háttað. Þær upplýsingar eru svo notaðar til að leiðbeina hlauparanum varðandi skipulag æfingaáætlana, hvaða styrktar- og teygjuæfingar henti, sem og skóbúnaður ásamt leiðbeiningum um hentugri hlaupastíl. „Markmiðið er náttúrulega alltaf að viðkomandi hlaupari nái sér hratt, geti hlaupið verkjalaus framvegis og að meiðslin taki sig ekki upp aftur.“

Hér er hægt að lesa meira um algeng hlaupameiðsli