Skip to main content

,,Welfare in times of crisis“ er ráðstefna sem fjallar m.a. áhrif efnahagsþrenginga á heilsu og líðan þjóðar og reynslu annarra Norðurlandaþjóða af slíkum þrengingum. Ráðstefnan er haldin á Hótel Sögu, 21. október og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

,,Welfare in times of crisis“, Hótel Sögu, 21. október 2009, kl. 9-16:15.

Á ráðstefnunni verða áhugaverðir fyrirlestrar, s.s um áhrif efnahagsþrenginga á heilsu og líðan, áhrif alþjóðagjaldeyrissjóðsins á heilbrigðiskerfi þeirra landa sem þeir aðstoða, reynslu Norðurlandaþjóðanna, kynntar verða niðurstöður íslenskra rannsókna ásamt úrræðum sem unnið er að í íslensku samfélagi. Einnig er gert ráð fyrir umræðu með þátttakendum um hvers konar samfélag við viljum búa í.

Meðal fyrirlesara má nefna David Stuckler frá Háskólanum í Oxford, sem einnig verður í Kastljósviðtali að kvöldi 21. október. David, ásamt fleirum, birti nýlega grein í The Lancet: „The public health effect of economic crises and alternative policy responses in Europe: an empirical analysis“, The Lancet, Volume 374, Issue 9686, Pages 315-323. D. Stuckler, S. Basu, M. Suhrcke, A. Coutts, M. McKee

Ráðstefnan er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og því er aðgangur ÓKEYPIS.

Nánari upplýsingar og skráning