Íþróttasamband fatlaðra og Vetraríþróttamiðstöð Íslands standa fyrir ráðstefnu og námskeiðum um útivist og vetraríþróttir fatlaðra í Hlíðarfjalli við Akureyri 6-10 mars næstkomandi. Sérstakur gestur ráðstefnunnar verður Beth Fox frá Bandaríkjunum. Hún hefur unnið með fötluðum í útivist síðastliðin 25 ár en í Colarado stunda fatlaðir útivist af miklum krafti.
Ráðstefnan og námskeiðið eru ætluð fyrir fatlaða íþróttaiðkendur, aðstandendur þeirra, fagfólk og fyrir þá sem starfa með fötluðum og hafa áhuga á útivist fyrir þá. Allur útbúnaður fyrir vetrarprógrammið er til í Hlíðarfjalli en útbúnaður er mismunandi eftir fötlun.
sjá dagskrá