Öldrunarþjálfun

Forsíða » Þjónusta » Öldrunarþjálfun

Sjúkraþjálfun AFL býður upp á þjálfun fyrir eldri borgara í rúmgóðri aðstöðu með góðu aðgengi, björtum leikfimisal og góðum tækjasal.

Algengar ástæður þess að eldri borgarar leita til sjúkraþjálfara eru kraftleysi, dettni, jafnvægisleysi, verkir og skert geta til athafna daglegs lífs. Einnig leita margir til sjúkraþjálfara í þjálfun eftir beinbrot sem og eftir liðaskipta aðgerðir.

Sjúkraþjálfun eldri borgara miðar að því að greina vandamál viðkomandi og velja viðeigandi meðferð.  Algeng meðferðamarkmið er að minnka verki, auka færni fólks til athafna daglegs lífs, bæta jafnvægi og auka úthald og styrk. Einnig veitir sjúkraþjálfari fræðslu og  ráðgjöf varðandi notkun á hjálpartækjum.

Þjálfunin er ávallt einstaklingsmiðuð og tekur mið að þörfum og getu hvers og eins.

Í Sjúkraþjálfun Afl er góð aðstaða í tækjasal og leikfimisal. Einnig er í boði öll önnur sú þjónusta sem sjúkraþjálfarar veita, s.s. bakstrar, bylgjur, nudd og önnur mjúkvefjameðferð.