Við á Afli höfum tekið í notkun nýtt meðferðarrými sem er sérbúið fyrir þjálfun ungbarna.
Sjúkraþjálfarar sem sjá um þjálfun barna sérhæfa sig í að skoða hreyfifærni, hreyfiþroska og greina frávik. Ef þörf er á meðferð er hún ákveðin í samstarfi við fjölskyldu barnsins og aðra fagaðila er koma að þjónustu við barnið.
Barnasjúkraþjálfarar vinna náið með skjólstæðingi og fjölskyldu þeirra. Veita fræðslu og kenna æfingar til að efla og viðhalda hreyfiþroska, hreyfistjórn og samhæfingu.