Skip to main content

Reiðhjólaslysum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 
Höfuðmeiðsl eru alvarlegustu áverkar sem hljótast af hjólreiðaslysum. 
Notkun hlífðarhjálms kemur ekki í veg fyrir slysin en getur dregið úr alvarleika þeirra og minnkar líkurnar á alvarlegum höfuðmeiðslum. Hjálmur getur greint á milli heilahristings og höfuðkúpubrots og jafnvel lífs og dauða. Reiðhjólaslysum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Fjölgunin skýrist að hluta af betri skráningu slysa en ekki síður af fjölgun reiðhjóla í umferð.

Sjúkraþjálfun AFL hvetur reiðhjólamenn til að fara varlega á reiðhjólunum, hvort sem það er á reiðhjólastígum, göngustígum, gangstéttum, götum eða úti í náttúrunni. 

Lesa má nánar um hjólameiðsli hér