Skip to main content

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ólympíufjölskylda ÍSÍ halda upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn 23. júní. Þennan dag árið 1894 var Alþjóðaólympíunefndin stofnuð. Þetta er því sérstakur dagur í sögu íþrótta og er markmiðið að bjóða fólki að koma saman, hreyfa sig, læra nýjar íþróttagreinar og kynnast ólympískum hugsjónum og gildum.
Dagurinn er opinn fyrir alla unga sem aldna, reynda og óreynda. Allir sem taka þátt og prófa einhverjar íþróttagreinar fá viðurkenningu frá Alþjóða Ólympíuhreyfingunni.

DAGSKRÁ

Egilshöll 13:00 til 15:00
UMF Fjölnir bíður upp á íþróttastöðvar í Egilshöllinni. Stöðvarnar eru byggðar upp sem þrautir úr flestum deildum félagsins og verður hægt að spreita sig í hinum ýmsu íþróttum. Ólympíufarar verða á staðnum og veitar verða viðurkenningar fyrir þátttöku.

Laugaból – íþróttasvæði Ármanns 13:00 til 15:00
Fimleikadeild Ármanns bíður alla velkomna í kynningu

Breiðholt
ÍR bíður opnar æfingar fyrir alla í frjálsum íþróttum og knattspyrnu daganna 21. – 25. júní

Laugardalur 20:00 – 22:00
Komdu og prófaðu öðruvísi íþróttir.
Við íþróttasvæði Ármann /Þróttar – Laugarból
•    Kynning á hafnarbolta í boði Hafnarboltafélags Reykjavíkur
•    Hjólaskíða kennsla í boði skíðagöngufélagsins Ullar

Skylmingamiðstöðin undir stúkunni á Laugardalsvelli
Komdu og kannaðu hvað þú getur gert með sverðinu. Landsliðsfólk tekur á móti og leiðbeinir.

Sundlaugin í Laugardal – Innilaugin
Sýningarleikur í sundknattleik og á eftir gefst almenning tækifæri á að prófa

Miðnæturhlaup powerade hefst kl: 22:00 stundvíslega
Þetta frábæra hlaup hentar fólki á öllum aldri, bæði byrjendum og lengra komnum og hægt er að velja um þrjár vegalengdir. Skráning á staðnum frá kl: 18:00 og á www.marathon.is

–    3 km skemmtskokk án tímatöku kostar – 1.000 kr.
–    5 km skemmtiskokk með tímatöku kostar – 1.500 kr.
–    10 km skemmtiskokk með tímatöku kostar – 1.500 kr.

Allir sem taka þátt í hlaupinu fá svo frítt í sund á eftir.

sjá nánar á www.isi.is