Miðvikudaginn 16. júní 2010, var stofnfundur NPA miðstöðvarinnar haldinn og stofnfélagar kusu í stjórn félagsins.
Tilgangur fyrirtækisins er að styðja fatlað fólk við að útvega og skipuleggja persónulega aðstoð þannig það geti stjórnað sínu eigin lífi. Notendastýrð persónuleg aðstoð er þjónusta sem skipulögð er af notandanum og miðar að því að hann eigi kost á að taka fullan þátt í þjóðfélaginu á jafnréttisgrundvelli. Hún byggir á:
* að fatlað fólk hafi fulla stjórn á allri aðstoð sem það telur sig þurfa, m.a. með því að ákveða hver, hvar, hvernig og hvenær aðstoðin er veitt.
* að fatlað fólk njóti jafnréttis og taki þátt í samfélaginu.
Fyrirtækinu verður stjórnað af og í eigu fatlaðs fólks sem mun nýta sér notendastýrða persónulega aðstoð
frekari upplýsingar er að finna á www.npa.is