Skip to main content

Ef fólk tekur ekki lýsi eða D-vítamín þá fær það ekki nóg af vítamíninu. Svo einfalt er það. Þetta sýna rannsóknir sem hafa verið gerðar og eins kannanir á mataræði,“ segir Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ.

Mikið hefur verið rætt um D-vítamín að undanförnu og nauðsyn þess fyrir okkur. Rannsóknir síðustu ára sýna fram á hversu gífurlega mikilvægt það er fyrir okkur að fá nægilegt magn af vítamíninu en einkenni skorts á því hjá börnum er beinkröm þar sem fótleggir bogna og rifbein svigna. Hjá fullorðnum og öldruðum lýsir skorturinn sér sem mjúk, kalklítil bein og kallast það beinmeyra.

Nýjar og áhugaverðar rannsóknir benda til að D-vítamínskortur geti haft enn alvarlegri afleiðingar, svo sem krabbamein, sykursýki 1 og 2, aukna hættu á hjartasjúkdómum, MS-sjúkdómnum, hjartaáfalli og þunglyndi. Laufey segir að þetta hafi þó ekki verið staðfest.

Matvæli sem innihalda D-vítamín eru: Feitur fiskur svo sem lax, silungur, lúða, makríll, sardínur og síld. Lýsi og D-vítamínbættar mjólkurvörur eins og Fjörmjólk og Stoðmjólk. Einnig D-vítamínbætt smjörlíki og töluvert er af því í eggjarauðum.

tekið af vef dv.is þ.19.10.2011

lesa einnig: Hvað eru vítamín og Þorskalýsi daglega