Góður skóbúnaður skiptir miklu máli í snjó og hálku. Til að auka öryggi gangandi vegfaranda enn frekar er gott að nota mannbrodda.
Nokkrar tegundir eru til af mannbroddum. Algengustu mannbroddarnir eru með litlum göddum og henta vel í þunnri ísingu. Grófir broddar eru betri þegar snjór og þykkari ís er á götum.
Mannbroddar eru mikið öryggistæki fyrir gangandi vegfarendur, sérstaklega ef þeir eru ófótvissir. Margir eldir borgarar notast við mannbrodda því það veitir þeim öryggiskennd og auðveldar þeim að komast leiðar sinnar áfallalaust.