Það er misskilningur margra að halda að líkamsrækt sé eingöngu fyrir yngra fólk. Líkamsþjálfun fyrir eldra fólk er gríðarlega mikilvæg og sýna rannsóknir í þeim efnum að með reglubundinni hreyfingu er hægt að hægja á þeim öldrunarbreytingum sem verða í líkamanum með hækkandi aldri. Þessar breytingar eru meðal annars minnkað úthald, minni vöðvastyrkur, verra jafnvægi og minni viðbragðsflýtir. En þó að ákveðnar lífeðlisfræðilegar öldrunarbreytingar séu óhjákvæmilegar á þó hreyfingarleysi stærri þátt í slæmu líkamsástandi margra eldri borgara.
sjá alla greinina hér