Lífshlaupið hefst 4. febrúar n.k. en það er hvatningarverkefni ÍSÍ sem hleypt var af stokkunum á síðasta ári. Tilgangurinn er að hvetja alla landsmenn til að huga að daglegri hreyfingu sinni. Að þessu sinni mun hvatningarleikur Lífshlaupsins fyrir vinnustaði og grunnskóla fara fram dagana 4. – 24. febrúar og hvetjum við að sjálfsögðu alla til þátttöku.
Lífshlaupið skiptist í þrjá hluta:
1) Einstaklingsleik þar sem hver og einn skráir sína daglega hreyfingu allan ársins hring. Viðurkenningar eru veittar þegar viðkomandi hefur náð að hreyfa sig í samræmi við ráðleggingar í tiltekinn fjölda daga:
brons = 42 dagar
silfur = 84 dagar
gullmerki = 252 dagar.
2) Hvatningarleik á vinnustöðum, þar með talið í framhaldsskólum og háskólum, fyrir 16 ára og eldri
3) Hvatningarleik í grunnskólum, fyrir 15 ára og yngri.
Frekari upplýsingar og skráning er að finna á heimasíðu Lífshlaupsins http://lifshlaupid.is