Lífshlaupið hefst formlega í dag kl. 11:00 í Víkurskóla í Grafarvogi.
Árný Inga Pálsdóttir, skólastjóri Víkurskóla bauð alla velkomna og þar á eftir ávörpuðu Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Margrét Björnsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra gesti og kepptu í skemmtilegri þraut í anda Skólahreystis undir stjórn Andrésar Guðmundssonar.
Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ veitti einnig tveimur einstaklingum platínumerki Lífshlaupsins , en platínumerkið fá þeir sem hafa hreyft sig í a.m.k. 30 mínútur á dag í 335 daga á einu ári, en þetta voru þeir Hlöðver Örn Vilhjálmsson og Bjarni Kr. Grímsson. Þeir ásamt 2 öðrum tókst að vinna sér inn platínumerkið 3. janúar 2011 og höfðu því hreyfti sig daglega frá 3. febrúar 2010, eða samfleytt í 335 daga.
Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna Lífshlaupsins eru: velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Lýðheilsustöð, Skýrr, Rás 2 og Ávaxtabíllinn.
sjá nánar á www.lifshlaupid.is