Skip to main content

Offita barna hefur aukist gríðarlega mikið á síðustu árum, m.a. vegna breytts mataræðis og hreyfingarleysis. Er nú svo komið að um 35 prósent níu ára barna hér landi eru of feit, að því er fram kemur í tilkynningu í tilefni þess að heimasíðunni www.léttariæska.is var hleypt af stokkunum í gær.


Árið 1998 var þetta sama hlutfall innan við 25 prósent, en það hafði þá þó hækkað úr tæplega tíu prósentum árið 1978. Tölurnar á heimasíðunni ná aftur til ársins 1958, en þá voru rétt rúmlega fimm prósent barna hér á landi of feit

Foreldrar gegna lykilhlutverki í því að koma í veg fyrir ofþyngd barna sinna og er þar að leiðandi mikilvægt að þeir séu upplýstir um hve vandinn er mikill og hvað þeir geta gert til þess að koma í veg fyrir aukna ofþyngd barna sinna. Heimasíðan Léttari æska fyrir barnið þitt er liður í því að auðvelda foreldrum að koma  í veg fyrir ofþyngd barna sinna, stuðla að heilbrigðara líferni þeirra og léttari æsku.

Á síðunni einnig kemur fram að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hafi áætlað að allt að 20 milljón börn í heiminum, undir fimm ára aldri, væru of þung árið 2005. Jafnframt kemur fram að samantekt frá fjölda landa innan Evrópu sýni að offita og ofþyngd barna og unglinga hafi aukist um allt að 35% frá árinu 1958.