Skip to main content

Hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem fram fer þann 20. júní næstkomandi, á merkisafmæli í ár því 20 ár eru liðin frá því fyrsta hlaupið fór fram. Að þessu sinni er hlaupið í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands. Þemað í ár er ?Tökum þátt ? Heilsunnar vegna? og er ætlað að vekja athygli á mikilvægi forvarna í heilbrigðu líferni og að minna konur á mikilvægi þess að fara reglulega í skoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar, ekki aðeins þennan eina dag heldur sem flesta daga ársins.
Heilsa er allt í senn líkamleg, andleg og félagsleg og jákvætt hugarfar er því, ásamt hreyfingu og hollum matarvenjum, mikilvægur liður í daglegri heilsurækt. Regluleg skoðun er liður í heilbrigðum lífsstíl og getur bæði lengt og bætt líf kvenna.