Kaffidrykkja er alltaf í umræðunni hvort sem er um jákvæðar eða neikvæðar fréttir um áhrif þess á heilsu manna.
Einn bolli af sterku kaffi innheldur um 100-200 mg koffein sem er örvandi efni, vanabindandi og mjög auðvelt er að verða líkamlega háður því. Koffein hefur örvandi áhrif á okkur og við verðum öll hressari (meira vakandi), púlsinn hækkar, blóðþrýstingur hækkar og brennsla líkamans eykst. Ekki er ráðlegt að drekka kaffi fyrir svefn þar sem að margir eiga þá í erfiðleikum með að sofna.
Hér að neðan eru greinar (á ensku) um kaffi og koffein, hvað það er, hvaða áhrif það hefur á líkama okkar, hvar úr fæðunni við fáum það o.s.f.v.