Skip to main content

Okkur í Sjálfbjörg-Landssambandi og Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins langar að bjóða þér til að taka þátt í skemmtilegu félagstarfi fyrir hreyfihamlaða unglinga á aldursbilinu 13-18 ára. Hjá okkur er lögð áhersla á félagslegt frumkvæði og byggist starfið á áhugamálum þátttakenda. Það er hægt að gera svo ótal margt skemmtilegt og þú getur haft áhrif á það sem verður gert!  

Nú er það einu sinni þannig að til þess að lykilaðilar í þessum félagsskap nái að vaxa og dafna er mikilvægt að það sé góð þátttaka. Því óskum við eftir því að þú takir þessu erindi vel, skiljir mömmu og pabba eftir heima og kemur að skemmta þér með jafnöldrum þínum!

Hvatinn fyrir stofnun klúbbsins fyrir hreyfihamlaða er að Leifur umsjónarmaður, meðlimur Nýungar og er sjálfur hjólastólaborinn. Leifur hefur mikla þekkingu á því umhverfi sem hreyfihamlaðir hrærast í.

Þetta er tækifæri fyrir unglinga að hitta jafningja, komast út úr húsi og kynnast fleira fólki. Það er því von okkar sem að stofnun klúbbsins stöndum að sem flestir nýti sér þetta góða tækifæri og njótir góðra samveru í góðu umhverfi.

Starfið er skipulagt þannig að uppákomur eru á tveggja vikna fresti yfir vetrartímann og vinna leiðbeinendur og BUSL-arar saman að dagskrá fyrir hverja önn. Að þessu sinni verða hittingar í Aflagranda 40, annan hvern fimmtudag frá kl. 19:30-22:00. Mikilvægt er að skrá sig því næsti fundur verður fimmtudaginn 5.mars.

Leifur Leifsson frá Sjálfsbjörg er verkefnastjóri BUSL og getur veitt nánari upplýsingar á netfanginu Leifur.leifssons@reykjavik.is. Einnig veitir forstöðukona Ungmennadeildar Rauða krossins nánari upplýsingar um starfið á netfanginu Berglind@redcross.is eða í síma 545-0407.

Allir hreyfihamlaðir unglingar eru boðnir velkomnir í starfið!

www.cp.is