Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarátakinu „Hjólað í vinnuna“. Megin markmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Starfsmenn vinnustaða hér á landi hafa tekið vel við sér því þátttakan hefur margfaldast þau sex ár sem verkefnið hefur farið fram (hér í töflunni fyrir neðan má sjá samanburð á milli ára). Í upphafi stóð átakið yfir í eina viku, næstu þrjú ár í tvær vikur og á síðast ári var það í þrjár vikur. Hjólað í vinnuna mun fara fram dagana 6. ? 26. maí 2009.
Vefsíðan „Hjólað í vinnuna?“ gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem þátttakendur hafa aðgang að ýmsum fróðleik, upplýsingum um sjálfa keppnina, úrslitum og styrktaraðila.
Öryggið í fyrirrúmi
Hver þátttakandi ber ábyrgð á sínu öryggi. Við hvetjum hjólagarpa og línuskautafólk til að nota hjálma og aðrar varnir og að sjálfsögðu að fara eftir umferðarlögum.
Öflug og kát liðsheild skilar árangri
Hjólað í vinnuna er gott tækifæri til að auka samheldni og heilbrigði starfsmanna. Hér er að finna frekari hugmyndir og hvatningu til að virkja vinnufélagana með. Til að gera keppnina enn skemmtilegri er tilvalið að skora á aðrar deildir, vinnustaði, samkeppnisaðila, sveitarfélög í heilbrigða samkeppni. Hér er að finna upplýsingablað sem hægt er að senda áfram og prenta út.
www.hjoladivinnuna.is