Foreldrar, fagfólk, aðrir aðstandendur, og allir áhugasamir um CP – heilalömun
Margrét Halldórsdóttir þroskaþjálfi mun kynna rannsókn sína „Heilalömun meðal íslenskra barna – tíðni, orsakir og birtingarmynd“, sem var lokaverkefni hennar og Örnu Tryggvadóttur til BA. gráðu í þroskaþjálfun við Kennaraháskóla Íslands.
Aðrir sem stóðu að rannsókninni voru:
Sólveig Sigurðardóttir barnalæknir, sérfræðingur í fötlunum barna hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð Íslands.
Þórður Þórkelsson barnalæknir, sérfræðingur í nýburalækningum og yfirlæknir vökudeildar Barnaspítala Hringsins.
Ólafur Thorarensen barnalæknir, sérfræðingur í taugasjúkdómum barna á Barnaspítala Hringsins.
Berglind Steffensen, sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingahjálp við kvennadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss.
Rannsóknin nær til barna sem fæddust hér á landi frá árinu 1990. Könnuð er tíðni heilalömunar, orsakir og klínísk birtingarmynd. Einnig eru kannaðir sérstaklega áhættuþættir fyrir heilalömun meðal fyrirbura, sem eru um helmingur barna með heilalömun. Eftir því sem næst verður komist hefur engin sambærileg erlend rannsókn verið gerð um heilalömun sem nær til heillar þjóðar, sem telja má helsta styrk þessarar rannsóknar. Leggur hún því grunn að frekari rannsóknum á þessu sviði hér á landi.
Fundurinn verður haldinn í Hringsal Barnaspítala Hringsins við
Hringbraut (salurinn er á 1. hæð), miðvikudaginn
18. mars kl. 16.30 – 18.00
Hvetjum alla áhugasama um málefni fólks með CP til að mæta!!
tekið af vef www.cp.is