Skip to main content

Íslenska heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Össur hef­ur þróað nýja tækni sem gera mun fólki með gervi­fæt­ur kleift að stýra fót­un­um með hug­arafli. Fyr­ir­tækið er fyrst í heim­in­um til að kynna þessa tækni fyr­ir neðri út­limi en tveir Íslend­ing­ar með gervi­fæt­ur hafa verið með hana í próf­un í rúmt ár og munu próf­an­ir halda áfram, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Öss­uri.
Í tækn­inni felst að sér­stök­um nema (e. surgically implanted myoelectric sensor, IMES) er komið fyr­ir í vöðva og tek­ur nem­inn við tauga­boðum frá heila og send­ir sam­stund­is áfram í gervi­fót­inn sem fram­kvæm­ir hreyf­ing­una sem not­and­inn hafði ómeðvitað hugsað sér að fram­kvæma. Nem­inn teng­ist við nýj­ustu gervi­fæt­ur Öss­ur­ar sem eru með gervi­greind (e. bi­onic prosthes­is), þ.e. þeir eru „snjall­ir“ og geta aðlag­ast göngulagi og -hraða not­and­ans en krefjast enn meðvitaðrar hugs­un­ar af hálfu not­and­ans.
„Gervi­fæt­ur sem stýrt er með hug­an­um eru mik­il­vægt tækni­legt fram­fara­skref og fána­beri næstu kyn­slóðar af gervi­greind­ar­tækni,” sagði Jón Sigurðsson forstjóri Össurar. „Með því að aðlag­ast ekki aðeins meðvituðum hreyf­ing­um not­and­ans held­ur einnig ómeðvituðum hreyf­ing­um hans erum við nær því en nokkru sinni fyrr að búa til gervi­fæt­ur sem starfa al­ger­lega með not­and­an­um og eru nær full­kom­in fram­leng­ing á þeim sem misst hafa út­lim.”

Að sögn Þor­vald­ar Ingvars­son­ar, doktors í bæklun­ar­sk­urðlækn­ing­um og fram­kvæmda­stjóra þró­un­ar­sviðs Öss­ur­ar, byrja hreyf­ing­ar hjá ófötluðum í und­irmeðvit­und­inni sem send­ir tauga­boð í rétt­an lík­ams­hluta og virkj­ar viðeig­andi vöðva til að hreyf­ast.
Tækninýj­ung­in frá Öss­uri lík­ir eft­ir þessu ferli hjá aflimuðum nema að hjá þeim enda tauga­boðin í IMES nem­an­um sem í kjöl­farið send­ir þau rak­leiðis áfram í gervi­fót­inn.

Tveir Íslend­ing­ar hafa verið að prófa tækn­ina síðan í rúmt ár og var það Þor­vald­ur sem græddi nem­ann í þá. Menn­irn­ir hafa báðir lýst yfir mik­illi ánægju með tækn­ina og sagt reynslu sína af henni afar já­kvæða. Frek­ari til­raun­ir þurfa þó að fara fram áður en hún verður sett á markað en bú­ist er við að það verði inn­an nokk­urra ára.
Niðurstaðan er sú að not­and­inn get­ur hreyft gervi­fót­inn sam­stund­is hvernig sem hann vill. Not­and­inn þarf ekki að hugsa sér­stak­lega um að hann ætli sér að hreyfa gervi­fót­inn því ósjálfráðu viðbrögðum lík­am­ans er sjálf­krafa breytt í raf­boð sem stjórna gervi­fæt­in­um,“ er haft eft­ir Þor­valdi í frétta­til­kynn­ingu. „Össur er leiðandi fyr­ir­tæki í þróun og fram­leiðslu gervi­fóta og stoðtækja á heimsvísu og við verj­um miklu af tíma og fjár­mun­um fyr­ir­tæk­is­ins til ný­sköp­un­ar. Við erum staðráðin í því að leita stöðugt nýrra upp­götv­ana til að hjálpa fleir­um að njóta lífs­ins án tak­mark­ana.“

tekið af vef www.mbl.is þ.21.5.2015